laugardagur, 15. júní 2013

Ís á höfninni

Það mætti halda að við lifðum á ísnum einum. Það er bara ís í næstum hverri færslu: það er súkkulaðiís og það er jarðarberjaís og það er vanilluís og það er karamelluís...

En mesta úrvalið? Vá, það er pottþétt í nýju ísbúðinni niðrá höfn, Valdísi. Nutelluís, piparmyntuís, ananasís, salthnetu-og-karamelluís, bananaís, Ferrero Rocher ís... Þetta er bara brotabrot OG þau búa til eigin vöffluform.

Og þau eru niðri við höfn þar sem maður getur farið með familíunni að skoða Jón forseta, kíkt eftir smáfiskum nú eða ísbjörnum.

Þeir létu reyndar ekki sjá sig. Hefði ekki boðið í einn svamlandi í höfninni. Var nefnilega búin með ísinn og hefði ekki getað keypt mig út með því mótinu.

Ísinn í Valdísi
 
Skál!
 
Á höfninni
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled

Engin ummæli: