mánudagur, 10. júní 2013

Snorrabrautin: Svefnherbergið

1. Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast að mynda eru smáatriði: litlir hlutir, eða lítill partur af stórum hlut, ljósbrot, stemmning, áferðir.
 
2. Kommóðan mín hefur í allan vetur verið mér upplyfting. Ofan á hana hef ég raðað þeim munum sem í mínum huga standa fyrir því sem er lúxus, heilandi, gefandi og innblásandi. Og margir þeir eru einmitt smáir og litríkir.
 
3. Ergo: Ég tók myndir af kommóðunni minni - bleika altarinu í lífinu - áður en því var pakkað ofan í kassa.
 
Það besta: Margt af því sem er hér á kommóðunni kom til mín í formi gjafar og það er að sjálfsögðu ástæða numero uno af hverju  mér þykir svona vænt um þessa hluti. Ef þið kannist við gjafirnar ykkar hér þá vitið þið að þær eru í daglegri meðhöndlun og ég þakka fyrir mig með því að meðhöndla þær af virðingu og nota þær reglulega.
 
Knúsmýs!
 
Kommóðan
 
Flugfreyjuilmvatn!
 
Lokkarnir
 
Untitled
 
Untitled
 
Hesturinn
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled

Engin ummæli: