föstudagur, 28. júní 2013

Kassapartý

Brettin komin til landsins
 
Kassar út um allt
 
Dótið komið
 
Kassar út um allt
 
Kassar út um allt
 
Kassar út um allt
 
Kassar út um allt
 
Dótið okkar er komið í hús!

Það kom í hús fyrir þremur dögum og við erum enn að jafna okkur eftir kassaburðinn, sem stóð yfir í marga tíma. Við búum upp á 3. hæð, btw.

Jeminn, af hverju á maður svona mikið dót? Marblettur (bendi á upphandleggi), marblettur (bendi á ofanverð læri), harðsperrur, harðsperrur, harðsperrur, harðsperrur! (veifa höndum veiklulega, þær er út um allt!).

Risastóri vörubíllinn, sem kom fagnandi með kassana okkar, kom akandi alla leiðina frá Varberg í Svíþjóð. Bílstjórinn, hann Hüseyin frá Tyrklandi, var svo indæll að hjálpa okkur að afferma bílinn en það er að hans sögn ekki í verkahring bílstjóranna. Hann var bara að vera næs því honum langaði að vera næs við okkur. Heppin við.

(Svolítið sérstakt fyrirkomulag, finnst mér, sérstaklega þegar Samskip sendu bíl sem ekki er með lyftu aftaná. Urðum að ná í kassana úr rúmlega metershæð.)

Buðum Hüseyin upp í kaffi og kirsuber eftir affermingu og það var þá sem hann kenndi okkur að brugga te úr stilkum kirsuberjanna. Svo gott fyrir nýrun, sagð' ann og saup á kaffinu. Nú er söfnun á kirsuberjastilkum hafin af alvöru á þessu heimili.
 
Íbúðin, sem fyrir bara nokkrum dögum var svo snotur og viðráðanleg, er núna orðin að einu standandi kassapartýi. Það er svo gaman hjá þeim að þeir velta sér hér um öll gólf og ef eitthvað er, þá eru þeir farnir að fjölga sér. Þetta er, eins og þeir segja, alvöru partý.
 
Erum að vinna í því að taka upp úr eldhúskössunum. Pökkuðum nefnilega ógrynni af linsum, baunum, hýðisgrjónum, hnetum, fræjum og öðrum lúxusvarningi og erum í óðaönn við að pakka þessu ofan í eldhúsinnréttinguna. Við getum bara opnað verslun ef kassarnir halda áfram að gefa svona vel af sér.

Hins vegar sé ég strax að við flöskuðum alveg á harðfiskinum. Verðum að treina okkur þessi fáu flök sem fengu að fljóta með. Ó well.

Engin ummæli: