Fórum í kvöldgöngu um næsta nágrenni okkar hér í Gulset. Kvöldgangan sá mér fyrir nýjum blóma-mótífum. Fæ ekki nóg af þeim.
Hér eru húsin hver öðru fallegri og við gerum ekki annað en að hnippa í hvort annað, benda og segja: En sjáðu þetta! En sjáðu þetta!
Svo hnippum við líka í hvort annað þegar við sjáum kisulóru. Þær eru margar hér um slóðir og vilja flestar láta klappa sér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli