mánudagur, 1. júlí 2013

Í Lundedalen & Brekkeparken

Untitled
 
Untitled
 
Tomtegaten
 
Séð yfir Skien
 
Untitled
 
Í Brekkeparken
 
Telemark Museum
 
Where's Baldur?

Nú þegar hjólin eru komin í hús brugðum við okkur hjólandi af bæ og í bæ.

Við byrjuðum á því að hjóla niður í Lundedalen, er þar pikk nikkuðum við þegar við heimsóttum bæinn í maí. Í Lundedalen fann Baldur flotta æfingaaðstöðu og gerði hann sér lítið fyrir og fór að sveifla sér í tækjum með tveimur öðrum öpum sem voru þarna á svæðinu. Og að sjálfsögðu þekkti Baldur annan þeirra! (Halló, við erum búin að vera tæpar tvær vikur á landinu!)

Frá Lundedalen hjóluðum við áfram í átt að miðbænum. Hjóluðum um litlar og rólegar hverfisgötur og heilsuðum upp á hjón sem höfðu komið fyrir litlu borði fyrir framan húsið sitt þar sem stóðu tómatplöntur til sölu. Svo borgaði maður bara í bauk ef enginn var við.

Á leið niður eina brekkuna fyrir ofan miðbæinn heilsaði Baldur enn öðrum heimamanni. Mig er farið að renna í grun að þetta sér töluvert minni bær en ég hélt í fyrstu...

Við kíktum líka í eina almenningsgarðinn í Skien, Brekkeparken. Hann hýsir Telemark Museum og stemmningin minnir lítið eitt á Árbæjarsafn fyrir þær sakir að í garðinum er að finna gömul, norsk bjálkahús með útskurði. Þau eru hins vegar læst og þar líkur samanburðinum við Árbæjarsafn. En hvort sem er var miklu betra veður úti en inni. Þess vegna lögðumst við í grasið og tuggðum strá.

Það er svo mikið sumar í því.

Engin ummæli: