Mér finnst alltaf svolítið erfitt að pakka niður heimili. Ég man þegar við pökkuðum niður heimilinu okkar á Hraunbrautinni haustið 2010 hvað það reyndist miklu erfiðara en fyrri skipti. Jafnvel þó við værum að fara á vit ævintýranna í Indlandi þá reyndist það erfitt. Kannski ætti ég frekar að segja: af því að við vorum að fara á vit ævintýranna...
Það er eins og róðurinn verði erfiðari eftir því sem maður eldist. En þá er bara að anda djúpt djúpt ofan í lungu og halda áfram með verkið. Ef ég ætla til Noregs þá ætla ég til Noregs sama hvort það er erfitt eða ekki.
En ég má sem betur fer leyfa innri þráhyggju minni til að skrásetja allt blómstra svo ég tók nokkrar myndir af hlutunum á heimilinu áður en þeim var pakkað niður.
Bless Shiva, bless Búdda, bless Ganesh, see you on the other side.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli