sunnudagur, 7. júlí 2013

Bæjarferð

Frábær opin grænmetisloka

Untitled

Espresso

Tarte aux fraises

Chai í bolla

Á kaffihúsinu

Atriði úr leikriti Henriks Ibsens

Við brugðum okkur af bæ í gær og heimsóttum lítið og krúttlegt kaffihús sem er staðsett rétt fyrir ofan miðbæinn.

Þegar okkur bar að garði var róleg og afslöppuð stemmning inná kaffihúsinu. Við heilsuðum upp á eigandann sem við höfðum frétt frá vinnufélögum Baldurs að væri íslensk. Edda tók vel á móti okkur og vildi vita allt um okkar hagi. Sjálf er hún búin að vera búsett í Bandaríkjunum og Noregi síðustliðin 30 ár eða svo og rekur nú þetta huggulega kaffihús í Skien, Ting, tang og kaffi.

Við tylltum okkur út í sólina eftir að hafa pantað okkur hádegismat. Ég hafði reyndar ekki ætlað að panta mér neitt að borða því ekkert á matseðlinum freistaði mín en Edda tók það ekki í mál og vippaði saman alveg dásamlegri og matarmikilli ekki-á-matseðlinum grænmetisloku, sem var að vísu engin loka því hún var borin fram opin. Jömm! Edda heimtaði einnig að gefa mér kaldan chai drykk í bleiku glasi, og af hverju ætti ég svo sem að standa í vegi fyrir góðgjörðum fólks?

Féllum líka í freistni og deildum einni sneið af tarte aux fraises. Hún var svo góð að núna er ég að hugsa um að setja tarte aux fraises inn á köku- og tertulistann minn.

Hvenær skyldi vera liðinn nógu langur tími til að ég geti réttlætt slíkan bakstur?

Engin ummæli: