föstudagur, 5. júlí 2013

Sumar í Skien

Róið á Skienselva

Skien brú

Untitled

Bara láta vita að það er komið almennnilegt sumar í Skien...

... og þá rær fólk á kajak út á Skienelva í skærum vestum
... og þá er útsýnið út um gluggann grænt, grænt, grænt
... og þá fer Baldur allra sinna ferða í stuttbuxum og hlírabol
... og þá fer hitinn síðdegis upp í 20°C
... en um miðjan dag eru 37°C út á svölum
... og þá er íste og íspinnar í öll mál

(... og þá má maður liggja allan daginn og lesa)

Yfir og út!

Engin ummæli: