mánudagur, 16. september 2013

Helgarpistillinn

Helgarcollage 14-15/09/13

Þessa helgina héldum við Baldur upp á sambúðarafmælið okkar.

12 ár, baby!

Það var öllu til tjaldað: ég útbjó fínasta hátíðarsalatið mitt, eldaði svo geggjað eggaldinlasanja (jömm!) og föndraði við ítalska eftirréttinn pannacotta.

Síðan kveikti Baldur upp í kamínunni því við eigum við í geymslunni og það er aðeins farið að kólna í lofti.

Smá kerti, smá eldur, smá tónlist, glös á fæti...

Takk fyrir árin tólf elsku Baldur. Skál fyrir næstu tólf!

Engin ummæli: