miðvikudagur, 18. september 2013

Hugleiðsluhornið mitt

Hugleiðsluhornið

Mig langaði að sýna ykkur hugleiðsluhornið mitt, ef ske kynni að það blési einhverjum í brjóst
löngun til að byrja að hugleiða. Ég tala nú ekki um þá sem hafa lengi velt því fyrir sér að byrja að hugleiða, kannski ég geti verið klappstýran ykkar (koma svo, já!).

Það sem ég get sagt ef hugleiðslan togar í: Go for it.

Nú er ég, og við bæði, búin að hugleiða daglega síðan við fluttum hingað út. Það er mikill munur á daglegri iðkun og handahófskenndri iðkun, þessari 'ég-fer-í-'ða-þegar-ég-hef-tíma' nálgun. Við Baldur ræðum oft saman um liðna tíð og þegar við lítum um öxl standa þau tímabil sem við höfum iðkað hugleiðslu daglega skör hærra en önnur tímabil. Hugleiðslunni fylgir nefnilega léttir, afslöppun, þakklæti, gleði, afstressun, tenging. Meðal áhrifa sem hugleiðsla hefur má nefna að hún dregur úr kortisólframleiðslu (stresshormón) og eykur vaxtarhormón (við njótum fleiri hrukkulausra ára!). Búmm, tvær flugur í einu hormónahöggi.

Stór þáttur í því að gera hugleiðslu að daglegri iðkun er að taka frá smá horn sem maður sveiflar Harry Potter vendinum sínum yfir og segir: Abrakadabra, hér sé heilagt.

Svo einfalt.

Hugleiðsluhornið manns krefst ekki mikils pláss eða fyrirhafnar. Eins og þið sjáið á myndinni einskorðast hugleiðsluhornið mitt við mottuna mína í svefnherberginu. Ofaná mottunni er ég með mjúkt teppi sem ég sit á, og svo hef ég sankað að mér nokkrum gripum sem eru mér hvatning í andlegri ástundun.

Hvernig orðaði Gwen Stefani þetta aftur?

Já, alveg rétt. What You Waiting For?

2 ummæli:

Unknown sagði...

æðislegt.. ég ætla að taka mig á og minnka þetta "ég-fer-í-ða-þegar-ég-hef-tíma dæmið....

sakna ykkar, vonast til að sjá ykkur sem fyrst.

knús Anna

ásdís maría sagði...

Jei, mission accomplished! Mér tókst að hvetja einhvern til hugleiðsludáða :)

Knús á móti, við söknum ykkar allra ekkert smá mikið :)