miðvikudagur, 2. október 2013
Ostamöffins
Þessi uppskrift kemur úr bók Sollu Eiríks, Grænum kosti Hagkaupa.
Þessar múffur eru æði! Þær eru mjúkar, feitar og saltar, og það er svo auðvelt að henda í þær. Ekta haust- og vetrarverk að baka svona möffins.
Ég fékk 12 múffur út úr uppskriftinni, en kannski væri ráð að stefna heldur á 10 og fá hverja og eina til að rísa betur.
HVAÐ
125 g spelt
75 g maísmjöl
3 tsk vínsteinslyftiduft
0,5 tsk salt
150 g ferskur parmesanostur, rifinn
2 egg
50 ml ólívuolía
250 ml AB-mjólk
HVERNIG
1. Hitið ofninn í 200°C.
2. Blandið þurrefnum og rifnum osti saman í skál.
3. Þeytið eggin vel saman í annarri skál, þar til þau verða létt og freyðandi. Solla segir að leyndarmálið sé að þeyta eggin nægilega vel áður en við blöndum restinni út í.
4. Bætið olíu og AB-mjólk útí þurrefnaskálina og blandið varlega saman.
5. Bætið eggjahrærunni útí og blandið varlega saman.
6. Smyrjið möffinsform með olíu og deilið deiginu í 10 hólf.
7. Bakið múffurnar í 20 mín.
Þessar múffur eru æðislegar einar og sér, en síðan eru þær virkilega góðar með mat eins og súpu eða matmiklu salati. Mæli með þeim við þriggja bauna salat.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli