Ok, kannski ertu að velta eftirfarandi spurningum fyrir þér:
Hvað eru blondies?
Svar: Þær eru eins og brownies nema ljósar. Seigar og þéttar en mjúkar og góðar.
Ok, en hvað þá með kíkertur, hvað er það?
Svar: Kíkertur eru kjúklingabaunir nema þær eru ekki kjúklingabaunir. Vildi ekki hræða neinn með því að baka smákökur úr kjúklingabaunum.
Ertu semsagt að segja að þetta eru smákökur úr baunum?
Svar: Já!
Og þær eru alveg rosalega góðar. Hveitilausar, sem er góð tilbreyting og hvíld frá hinum hefðbundnu, baunalausu smákökum.
Bara prófa. Svaka gott. Ég lofa.
Uppskriftina fékk ég frá Monique sem heldur úti síðunni Ambitious Kitchen.
HVAÐ
240 g soðnar kjúklingabaunir (1 dós)
130 g hnetusmjör
1/3 bolli hlynsýróp
2 tsk vanilla
1/2 tsk salt
1/4 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsódi
1/3 bolli súkkulaðidropar
2 msk súkkulaðidropar
Sjávarsalt
HVERNIG
1. Hitið ofninn í 175°C.
2. Smyrjið 20x20 sm form.
3. Setjið allt hráefnið, nema súkkulaðið, í matvinnsluvél. Blandið þar til mjúkt.
4. Bætið 1/3 bolla af súkkulaðidropum við og hrærið saman við deigið.
5. Hellið deiginu í formið. Dreifið 2 msk af súkkulaðidropum yfir.
6. Bakið í 20-25 mín. þar til kantarnir eru rétt byrjaðir að brúnast og tannstöngull kemur hreinn út.
7. Kælið í 20 mín. Dreifið smá sjávarsalti yfir og skerið í 16 bita.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli