föstudagur, 13. desember 2013

Kryddkaka

Mjúk kryddkaka

Nú þegar allverulega er farið að styttast í jólin finnst mér kjörið að deila með ykkur uppskrift að kryddköku sem ég bakaði fyrr í haust.

Það er fátt eins jólalegt og ilmurinn af köku í ofni og kryddum. Kanill, negull.. þetta eru jólakryddin í ár og um aldir alda.

Þessi uppskrift kemur úr Stóru bakstursbókinni sem Baldur gaf mér fyrir áratug og rúmlega það. Það er ofureinfalt að henda saman í þessa uppskrift og krefst engra sérstakra tóla. Von bráðar angar húsið af jólailmi.

HVAÐ
2 egg
2,5 dl sykur
1,5 dl súrmjólk
100 g smjör, bráðið
2,5 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
2 tsk kanill
1 tsk engifer
1 tsk negull

HVERNIG
1. Hitið ofninn í 175°C.
2. Smyrjið 1,5 lítra form vel með smjöri (ekki bræddu því það gefur of þunnt lag).
3. Bræðið smjörið og kælið.
4. Þeytið saman egg og sykur.
5. Hrærið súrmjólk og smjör útí.
6. Setjið hveitið, lyftiduftið og krydd út í síðast og hrærið vel.
7. Hellið deiginu í formið. Bakið neðarlega í ofninum í 40-45 mín.
8. Látið kökuna kólna í nokkra stund. Hvolfið henni síðan úr forminu og hafið formið yfir henni meðan hún kólnar.

Þessi kryddkaka verður bara betri með smá smjöri.
 
Mjúk kryddkaka
 
Mjúk kryddkaka

Engin ummæli: