Í gær fórum við í æðislegan hjólatúr út frá Blois. Við hjóluðum í gegnum skóga og sæt smáþorp á milli þess sem við svifum meðfram grænum ökrum og engjum.
Við hjóluðum að Château de Cheverny en létum vera að fara inn. Að utan er húsið voldugt og reisulegt, og mér varð hugsað til Downton Abbey þegar við stóðum fyrir framan höllina.
Á bakaleiðinni villtumst við aðeins og lentum í smá rigningu, en síðan kom sólin aftur fram og þerraði okkur að nýju.
Um kvöldið borðuðum við á litlum lókal stað sem aðeins er opinn frá fimmtudegi fram til sunnudags.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli