Jæja, þá erum við komin til Íslands og verðum hér næstu fjórar vikurnar. Ekki amalegt sumarfrí það. Að vísu heilsaði landið okkur með gráu veðri en Laugardalslaug og Gló sviku ekki og gerðu alveg fyrsta daginn okkar heima.
Nú ætlum við að nota tímann til að hitta vini og ættingja, slaka á, borða góðan mat og fara mikið, mikið í sund!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli