Ásgeir vinur okkar kíkti í heimsókn til okkar í nokkra daga og saman fórum við að skoða Kragerø, sumardvalastað sem margir Norðmenn heimsækja í fríinu sínu.
Að vísu var ekki mikið sumarveður í lofti, og allir innlendir ferðamenn löngu farnir heim, en við höfðu engu að síður gaman af að ganga um bæinn og ímynda okkur hann fullan af sumarklæddu fólki með ís í hönd.
Timburhúsin eru skemmtilega litrík og nálægðin við sjó og höfn færir bænum enn frekari sjarma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli