föstudagur, 19. september 2014

Fréttir mánaðarins

Við erum flutt og í gær keyptum við okkur bíl!

Gerd leigusalinn okkar er flutt aftur til Skien og því gerðum við okkur lítið fyrir og fluttum í lok ágúst í íbúð nágrannakonu okkar! Sem er í sömu blokk að sjálfsögðu, og í þokkaót á sömu hæð. Það eina sem við þurftum að gera var að skottast yfir stigapallinn með flíkurnar á herðatrjám, diskana og glösin í höndunum og rogast með nokkra kassa og voila! Við vorum flutt.

Og svo þurftum við reyndar að mála. Það sá Baldur hins vegar alveg um og fórst það verk vel úr hendi.

Og bílinn er franskur Renaut Megan Scenic. Maður situr hátt jafn hátt í honum og í smájeppa, hann er sjálfskiptur með aksturstölvu, hólfum út um allt og cruise control. Við erum mjög lukkuleg með gripinn og höfum ákveðið að nefna hann Steinrík eftir frænda sínum í Frakklandi.

September September September September

Engin ummæli: