Þá er þessi Íslandsheimsókn senn á enda. Hún er hreint út sagt búin að vera dásamleg. Við höfum náð að hitta langflesta af þeim sem við ætluðum að hitta, fara í fjallgöngu, ég kíkti til Boston með Huldu á meðan Baldur og pabbi fóru upp á Úlfarsfellið. Sumarbústaður, Vestmannaeyjar og ég veit ekki hvað og hvað.
En það er alltaf dýrmætast að hitta fólkið sitt! Ég fór einmitt um daginn að hitta Maríu frænku og litla, nýja frændann minn hann Hrafn Inga. Og svo vorum við líka að hitta Unu Karítas í fyrsta sinn og við erum soldið skotin í henni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli