laugardagur, 15. september 2001

Evrópureisan

Þann 10. ágúst 2001 lögðum við upp í þriggja vikna Evrópureisu. Farangurinn samanstóð af tjaldi, tveimur svefnpokum og dýnum og tveimur bakpokum. Við létum engan vita hvert ferðinni væri heitið og uppskárum áhyggjufulla foreldra og mikinn tölvupóst frá forvitnum vinum. Í lok ferðarinnar mátti fólk giska hver seinasti áfangastaðurinn okkar yrði og þeir sem giskuðu rétt fengu smá verðlaun fyrir gott gáfnafar (eða heppni).

London

Ferðinni var fyrst heitið til London þar sem dvalist var í þrjár nætur og merkir staðir skoðaðir eins og British Museum, Tower of London, Holland Park, Oxford Street, Soho, Notting Hill, Hyde Park, Buckingham Palace, Big Ben, Trafalgar Square og Piccadilly Circus svo fátt eitt sé nefnt.


Staðalbúnaður ferðalangs í London: Tjald, dína og rauður símaklefi

Þar sem við vorum ekki á hjóli varð Baldur að taka mig á háhest svo við kæmumst yfir á ljósunum


Baldur og Stóri Benni

Piccadilly Circus

London Bridge

You better believe it!


Nauðsynlegt að lesa textann á götunum

James Bond herbergið okkar

Kaupmannahöfn

Þaðan flugum við síðan til Kaupmannahafnar þar sem við gistum á tjaldstæði í um viku. Það var tími afslöppunar og leti. Við kíktum auðvitað í Tívolí og á Strikið, skoðuðum Christianiu og keyptum vínarbrauð.

Í strætó á leið upp á tjaldstæðið í Rødovre

Pikknikktúnið okkar við Netto og pósthúsið

Öruggur staður til að vera á

Ráðhústorg

Stytta af hæsta manni heims

Lægsta kona heims

Christiania




Í Tivoli


Klessubílarnir

Tivoli krefst einbeitingar

Heimilið

Á pikknikktúninu

Svíðþjóð

Eftir vikudvöl pökkuðum við niður, héldum niðrá höfn og tókum næstu ferju til Svíþjóðar. Við skoðuðum háskólabæinn Lund (leist ekkert á hann), fórum síðan til Gränna sem er bær við vatnið Vättern og þar tjölduðum við í 5 nætur. Þar neyddumst við til að vera enn latari en í Köben af þeirri einföldu ástæðu að þar var ekkert að gera nema svamla í vatninu og það gerðum við nóg af.

Komin til Málmeyjar








Svo sænskt

Svo sætur

Eplatré


Armbeygjur fyrir svefninn, hvað annað?

Aftur til Kaupmannahafnar

Eftir 6 daga í Svíþjóð vorum við komin með nóg og héldum til Köben aftur og fannst við vera komin heim. Þar sváfum við á sama tjaldstæðinu og voru ekkert að hafa fyrir því að láta neinn vita (sem sagt gistum frítt).

Amsterdam

Þann 28. ágúst flugum við síðan til London og sama dag beint til Amsterdam þar sem við lentum í mestu hrakningunum. Við fundum ekki gistingu (þorðum ekki fyrir okkar litla líf að gista í tjaldi) en urðum að lokum að sætta okkur við subbuhótel fyrir morðfjár. Húsið var nær að hruni komið og eftir eina svefnlausa nótt þar ákváðum við að tjaldstæðið gæti ekki verið verra en þetta.

Við reyndumst sannspá því það var rottuhola líka, plúsin var að það var ódýr rottuhola. Við höfðum aðeins tvo daga til ráðstöfunar í Amsterdam og þeir fóru í labb um borgina, við skoðuðum hús Önnu Frank og kíktum í dýragarðinn og síðan auðvitað á hið alræmda Rauða hverfi.


Á tjaldstæðinu í Amsterdam - afskaplega hughreystandi skilti



Skýrir sig sjálft

Rauða hverfið - hvað annað?

Steingeitur í dýragarði (ein með gleraugu, hinar með horn)

Svo hollenskt

Beðið eftir ferju

Heimferðin

Þann 31. ágúst flugum við síðan heim, fluginu frá Amsterdam til London seinkaði um 3 tíma og við vorum næstum búin að missa af vélinni heim. Frábær ferð sem við mælum með fyrir alla.


Í flugvélinni var litið í spegil


Fjölskyldan sameinuð, frá vinstri: Baldur, Fríða Sól, Ásdís & Stjarna

(Ferðasaga fullgerð þann 15. desember 2005 og sett á netið)

Engin ummæli: