sunnudagur, 30. september 2001

Við höfðum það ósköp náðugt í dag, Baldur var reyndar að vinna á Moggabílnum og kom ekki heim fyrr en kl. 16 þótt hann eigi að vera búinn kl. 14:00. Svo var mál með vexti að hann var beðinn um að fara með stafla af Mogga út á flugvöll, blöðin átti að senda til Vestmanneyja, og honum var sagt að flugvöllurinn væri einhversstaðar á milli Hellu og Hvolfsvallar. Svo reyndist þó alls ekki vera og leiðin var mun lengri en hann hafði gert ráð fyrir svo úr varð að hann kom seinna í bæinn en hann bjóst við.

Um kvöldið fórum við síðan í matarboð til Ólafar og Jóa eins og hefðin er orðin á sunnudögum. Það var ósköp kósý eins og alltaf og gott að borða, ég var meira að segja að smakka Tofu í fyrsta sinn! Þau urðu stórundrandi og spurðu Baldur hvernig hann eldi mig eiginlega upp en hann getur lítið af þessu gert, ég kem úr algjörri kjötætuætt og það tekur mig smá tíma að gerast ultimate grænmetisæta, Róm var ekki byggð á sjö dögum, hmm.

Engin ummæli: