þriðjudagur, 5. febrúar 2002

Stakkaskipti á næstu grösum

Ég fékk myndir af litla prins í dag og hann er enginn smá bolti! Baldur sagði að það væri eins og hann hefði verið að lyfta að undanförnu, hann var svo hraustur að sjá. Ég get ekki beðið eftir að hitta þau mæðgin.

Baldur fór í gær til læknis og loksins fékk hann vísun til sjúkraþjálfa. Hann mætir því ekki í vinnuna á næstunni. Það er líka ágætt að hafa hann heima við þó það hafi óneitanlega þann ókost í för með sér að ég læri minna. Annars hef ég verið öflug á þessari önn og er búinn að lesa og lesa. Um helgina ætla ég meira að segja að byrja á ritgerð fyrir eitt þessarra fjögurra námskeiða.

Jæja, þetta verður stutt færsla að þessu sinni, Baldur er nefnilega kominn með tebolla upp í rúm með Múmín. Meðan ég man, við gátum reddað múmín 2 en nú er hún orðin eins konar forngripur í augum bókasafnsvarðanna og líklegast munum við þurfa að fylla út alls kyns plögg til að mega fá hana lánaða.

Eitt að lokum, látið ykkur ekki bregða ef heimasíðan tekur stakkaskiptum einhverntíma á næstu dögum, við erum búin að updeita síðuna og núna erum við að bíða eftir leiðbeiningum um hvernig blogger virkar á háskólaserverinn og þá geta breytingarnar hafist.

Engin ummæli: