mánudagur, 18. febrúar 2002

Tískusúpa

Áðan var ég að elda og það gekk vel. Það gekk meira að segja svo vel að ég gerði meira en ég ætlaði að gera. En það er nú bara svona þegar maður á annað borð er farinn af stað. Ég nærði mig og Ásdísi með þessari fínu rauðlinsusúpu og svo hóf ég feril minn sem tískufrömuður.

Hmm tískufrömuður í eldhúsinu? Ja fussumsussum ég litaði barasta aðra skálmina á fííííínu gallabuxunum mínum gula og ekki bara gula heldur turmerick gula. Ásdísi fannst þetta fyndið og henni fannst ekki síður fyndið þegar ég reyndi að sannfæra hana um að þetta væri í tísku en ef þetta næst ekki úr þá skal það bara komast í tísku.

Ef ykkur vantar hugmyndir að því hvernig þið getið notað og nálgast natural fatalitina þá getið þið haft samband við mig í gegnum vefinn en munið að ráðgjöfin er ekki ókeypis og ekki hugsuð sem góðgerðarfyrirtæki.