sunnudagur, 24. febrúar 2002

Verð að skilja heimapróf

Þessa dagana erum við með eldmóð í æðum okkar, allavega hvað snertir lærdómsþol. Í gær mættum við eldsnemma á Bókhlöðuna og fórum að læra og vorum alveg fram til loka (17:00 á slaginu er maður rekinn út). Núna erum við síðan mætt upp í Odda, ég ætla að fara að lesa um deilur inntakssinna og formalista innan hagrænnar mannfræði og hagfræði.

Ástæðan fyrir þessu brjálaði (þ.e. að druslast svona snemma á fætur á sunnudagsmorgni) er einföld, á þriðjudaginn byrja ég í þriggja daga heimaprófi í hagrænni mannfræði sem gildir 50%, hvorki meira né minna. Prófið gengur út á það að maður klárar þrjár míni ritgerðir á þremur dögum, gerir það heima hjá sér og hefur náttúrulega aðgang að lesefninu.

Þetta hefur sína kosti og galla umfram hefbundin próf, þeir sem þjást af prófkvíða ættu að fíla þetta betur býst ég við. Annars verður þetta í fyrsta sinn sem ég tek slíkt próf og ég held að maður sé aðallega stressaður yfir því að þurfa að prófa eitthvað nýtt. Verð að skilja-hópurinn ætlar að hittast hér á eftir, í smækkaðir mynd að vísu, aðeins ég, Dögg og Sigga af hópnum erum nefnilega í hagrænni mannfræði.

Annar hef ég algjörlega brugðist skildu minni undanfarið sem háskólanemi annars vegar og fyrrverandi MR-ingur hinsvegar. Ég gleymdi t.d. að greina frá úrslitum kosninganna í háskólanum þar sem Vaka vann með 4 atkvæða mun. Heyr, heyr kominn tími til að leyfa öðrum að spreyta sig. Hitt atriðið snýr að gettu betur-dæminu öllu saman, MR rústaði FG föstudaginn seinasta og ég held að MR sé því kominn í lokaúrslit. Heyr, heyr það liggur ekkert á að leyfa öðrum að vinna :)