mánudagur, 23. desember 2002

Jólastress á Þorláksmessu

Það er allt búið að vera á fullu síðan prófunum lauk. Við erum búin að kaupa jólatré, baða það og skreyta, búin að kaupa fullt af pökkum og versla inn allan jólamatinn. Síðan vann ég tvo miða á nýjustu Lord of the Rings myndina, The Two Towers.

Ég tók nebblega þátt í einhverjum netleik hjá Landsbankanum og síðan á laugadaginn fékk ég sent heim umslag með tveimur boðsmiðum og derhúfu. Baldur má eiga húfuna. En hann fær líka að koma með á myndina, hann er lukkunarpamfíllinn minn.

Í dag er planið að klára þessar örfáu gjafir sem eftir eru, pakka þeim inn og heimsækja síðan ættingja með það fyrir augum að láta þá fá pakkana fyrir jólin, það er svona skemmtilegra :) Þetta verður sem sagt svona skemmtilegt jólastress þar sem eina stressið snýst í raun um hvort við náum í laugarnar fyrir klukkan 18.

Gleðileg jól og takk fyrir hárið sem fer að svíða!