sunnudagur, 3. ágúst 2003

Höfuðpaur allra innipúka

Til mótvægis við allar útihátíðir er haldin hátíð í Reykjavík sem heitir Innipúkinn. Ég er hins vegar sannfærður um að enginn af þessum innipúkamönnum sé jafn mikill innipúki og ég um þessa helgi. Ef einhver þeirra rambar inn á síðuna þá getur sá hinn sami gert samanburð hér með.

Prógramm hins sanna innipúka:
Laugardagur: Vakna um 6:45, et þjóðlegan morgunverð, er svo úti í korter og svo inni í 14 tíma.
Sunnudagur: Vakna um 6:45, et fjölþjóðlegan morgunverð, er svo úti í korter og svo inni í 14 tíma.
Mánudagur: Vakna um 6:45, et einhvern slatta, er svo úti í korter og svo inni í 9 tíma af því að verslunarmannahelgin er að verða búin og maður aðeins byrjaður að linast.

Ég vona að þetta bloggerí mitt teljist til samráðs við aðra innipúka (sem vissulega myndi ýta undir slaka samkeppni) og bið Samkeppnisráð að halda að sér höndum í a.m.k. tíu ár en þá skal ég setja símanúmerið mitt á heimasíðuna.