miðvikudagur, 17. mars 2004

Stanslaus veisla

Strax og ég kom úr tímanum áðan hitti ég Ásdísi heima og fórum við beinustu leið í kvöldverðarboð til Péturs afa. Þar var borðaður enn meiri fiskur og enn ein tegundin í dag, ýsa. Hún var soðin og fengum við kartöflur og tvær tegundir af salati með. Eins og þeir vita sem þekkja til þá er fiskur minn uppáhaldsmatur. Þannig að það má nú aldeilis segja að dagurinn í dag hafi verið góður í mallakút :)