Ég hélt erindi í gær á málstofu sem var á vegum Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK). Málstofan kallaðist Local Communities - Global Relations: Gender Theory.
Erindið hélt ég fyrir hönd Unnar Dísar sem var fjarverandi og kallaðist það Immigrants' Experiences in Iceland, unnið upp úr rannsókn Unnar. Málstofuna sátu ungar konur frá Eistrasaltslöndunum og því varð erindið að vera á ensku. Ég verð að viðurkenna að ég var ansi stressuð yfir því. Þetta gekk þó allt ljómandi vel en mikið var ég fegin þegar því var lokið.
Í dag er ég síðan að fara að kaupa afmælisgjöf og ná í spennandi pakka á pósthúsið. Ég fæ einnig afhent aðgangsorð í aðstöðu MA nema í Odda en um daginn var mér loksins úthlutað borði þar, kem til með að sitja í aðstöðu nr. 20. Sem sagt margt að gerast.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli