laugardagur, 24. september 2005

Afmæli Kristjaníu

Kristjanía hélt upp á 34 ára afmæli sitt í dag. Við hefðum ekki vitað af því hefði ekki einhver sett augýsingu þess efnis á einn rafmagnskassann við Nørrebro. Við vorum óvenju snemma á ferðinni í morgun og vorum upp úr hádegi komin í Føtex að klára helgarinnkaupin. Við kíktum betur á auglýsinguna og sáum að húllumhæið ætti að byrja kl. 16 og standa til miðnættis - aðgangseyrir 50 DKK.

Okkur leist vel á að kíkja en eftir því sem leið á daginn urðum við latari og latari og á endanum viðurkenndum við að Kristjaníu gengið væri kannski ekki okkar krávd. Svo við höfðum það kósý heima og hétum hvort öðru að kíkja í Kristjaníu einhvern annan dag - altså einhvern tímann að deginum til.

En þar sem ég var búin að lesa mér til um Kristjaníu finnst mér ómögulegt að sitja ein að því og læt hér smá sögulegan fróðleik fljóta með. Kristjanía er í austanverðri Kristjánshöfn og er eins konar fríríki sem stofnað var árið 1971 þegar um þúsund manns (hústökufólk, námsmenn og utangarðsfólk) settist þar að með samþykki yfirvalda. Síðan þá hafa hús verið reist án nokkurs skipulags og gamlir hermannaskálar skreyttir á ýmsan máta enda vel þekkt að önnur lífsgildi ríkja innan Kristjaníu en utan hennar.

Þessi fróðleikskorn voru í boði Kaupmannahafnarbókarinnar.

Engin ummæli: