sunnudagur, 30. október 2005

Lúmskur vetrartími

Við erum á leiðinni í dýragarðinn núna og höfum í undirbúningi fyrir þá heimsókn lent í skondnum tímatruflunum sem mig langar að deila með ykkur.

Ég sat í tölvunni og var að vinna að færslunum frá Ítalíuferðinni og miðaði allt við klukkuna í henni. Þegar ég hins vegar stóð upp frá tölvunni og rölti inn í eldhús hafði ég tapað einum klukkutíma. Klukkan í eldhúsinu sagði mér að klukkan væri 14:38 en ekki 13:38 eins og tölvuklukkan hafði gefið í skyn.

Við véfengdum strax tölvuklukkuna enda átt í deilum við klukkur á öðrum tölvum okkar svo þetta kom okkur ekki á óvart. Þar sem ég taldi að dýragarðurinn lokaði klukkan 16 var allt sett á fullt til að koma okkur út úr húsi, miðað við að það tekur 20 mínútur að koma sér í dýragarðinni höfðum við u.þ.b. klukkutíma til umráðu í garðinum.

Þegar ég kíkti síðan á vef garðsins sá ég að út október er garðurinn opinn til 17 svo allt í einu höfðum við tvo tíma til umráðu í garðinum. Baldur hringdi síðan í Stellu og co sem voru að spássera í garðinum umrædda og þá fréttum við að vetrartíminn væri genginn í garð og allt í einu sáum við fram á þrjá tíma í garðinum!

Ef þetta eru ekki galdrabrögð þá veit ég ekki hvað.

Engin ummæli: