föstudagur, 28. október 2005

Nettengd!

Loksins eftir tæplega þriggja mánaða dvöl í Danmörku er nettenging komin í hús. Því er ekki að neita að þetta var erfið fæðing en lokaspretturinn var auðveldastur, bara stinga í samband og keyra upp IE. Svo nú getum við farið að skype-a, íhaa!

4 ummæli:

papa sagði...

Til hamingju. Mikið verður gaman þá!

Pétur afi sagði...

Til hamingju með tenginguna. Hlakka til að heyra í ykkur á skæpinu. Ekki veit ég hvort það er mín klukka eða ykkar, sem er eitthvað rugluð.

Stella og Kristján sagði...

Til hamingju með netið!

Til að forðast vírusa og annan óþverra mælum við samt eindregið með því að IE verði lagður á hilluna og Firefox notaður í staðinn.

http://www.mozilla.org/products/firefox/

Nafnlaus sagði...

Til lykke!
mor