Í kuldakastinu sem hefur staðið yfir undanfarna daga höfum við kynt íbúðina vel og rækilega. Svo kom í ljós að við höfum jafnvel verið að kunda of vel og rækilega.
Um daginn skrúfuðum við fyrir ofnana tvo um tvö leytið í stað tíu að kvöldi og kom það ekki að sök, síður en svo. Hitinn hélst inni í íbúðinni svo okkur varð ekki kalt og auk þess var ekki miðjarðarhafsloftslag í svefnherberginu þegar við tygjuðum okkur í háttinn. Það mætti því segja að við höfum verið að ofhita íbúðina undanfarin misseri, nágrannanum fyrir ofan eflaust til mikillar ánægju. Megi hann hafa notið gólfhitans meðan hann varði.
Þessi uppgötvun minnti mig á skemmtilegan fróðleiksmola sem ég heyrði þegar ég var á Grænlandi. Þar kynda heimamenn híbýli sín víst upp úr öllu valdi til þess að geta valsað um innanhúss á nærfötunum einum fata. Ég vona bara að þessi árátta þeirra flýti ekki fyrir bráðnum Grænlandsjökuls.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli