
Ég tók meira að segja til í skápnum mínum og fann þar ýmsar gjafir sem ekki má gleyma inn í skáp. Það má því segja að nokkrar gjafir hafi komið út úr skápnum í gær.
Nú þarf ég svo að halda áfram þar sem frá var horfið í gær, þ.e. að hendast niður í þvottahús og svo væri ekki úr vegi að skrifa eins og þrjár blaðsíður í ritgerðinni sem ég á að skila þriðjudaginn næsta. Nóg að gera, seisei já.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli