Nú er ég sko stolt og ánægð með sjálfa mig. Í um þrjár vikur hef ég verið að stefna að því að taka fulla þríhöfðadýfu - dippu - án fótstigs. Ég byrjaði á því að æfa mig á negatívum, þ.e. að láta mig síga niður hægt en ýta mér ekki upp. Samkvæmt einkaþjálfaranum mínum auka negatívurnar heildarstyrkinn töluvert.
Ég fékk þó fljótlega leið á negatívunum og tók upp á því að gera partial/hálflyftur í staðinn, þ.e. fara eins langt niður og ég treysti mér og ýta mér svo upp. Partiölurnar hafa gefið mér öryggi í hreyfingunni og á undanförnum æfingum hef ég sífellt orðið kjarkaðri við að síga lengra niður.
Í dag kom síðan að því, ég tók mína fyrstu dippu og einkaþjálfarinn var viðstaddur til að staðfesta að um fullgilda dýfu væri að ræða. Ótrúlega skemmtilegt að ná þessu takmarki, nú er bara stefnan að ná fleiri en einni í einu án þess að springa á limminu. Gaman, gaman.
3 ummæli:
Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst þú fremur hógvær. Þessa frábæra dýfa var tekin í lok æfingar þegar þú varst orðin örþreytt og áttir í raun að vera hætt að æfa þann daginn. Því er ég gott betur en fullviss um að þú munir bæta þig ansi hratt á næstunni.
Hvað gerir maður ekki með góðum einkaþjálfara!
Til hamingju.
Enginn veit fyrr en reynir á
hvort eitthvað sé varið í einkaþjálfarann!
Það reyndist mikið varið í minn.
Skrifa ummæli