miðvikudagur, 15. mars 2006

Í veikindaleyfi

Ég missti af tímanum í The Asian Mystique í gær, allt út af þessu leiðinda kvefi. Japan var til umræðu og myndin You Only Live Twice til sýningar, mynd frá 1967 um James Bond í Japan. Þar sem ég missi af myndinni verð ég að grípa til minna ráða og nú er ég búin að panta hana á bókasafnið. Það verður óneitanlega notalegra að hugge sig upp í sófa með poppskál og horfa á myndina en að kúldrast á stólunum í skólastofunni.

Annars ætti ég varla að vera að plana að horfa á enn aðra kvikmyndina, í þessum kvefveikindum hef ég nefnilega gert fátt annað en að gramsa í kvikmyndasafni heimilisins. Þar sem ég get ekki lesið í bók þegar ég er með augnkvef er fátt annað að gera í stöðunni. Að sjálfsögðu nýti ég mér lasheitin til að sleppa við öll húsverk.

Engin ummæli: