föstudagur, 26. maí 2006

Insight XP

Fljótlega eftir að við Baldur fórum í gegnum SRB hjá AIESEC fór að bera á viðbrögðum við umsóknum okkar. Við höfum fengið tilboð frá Indlandi, Kína og Rússlandi en þar sem við höfðum ekki aðgang að gagnagrunninum gátum við ekki skoðað nánar störfin sem um ræddi.

Þessi gagnagrunnur kallast Insight XP og þar er að finna upplýsingar um öll störfin sem eru í boði í gegnum AIESEC. Til að fá aðgang að grunninum þarf maður hins vegar að þreyta próf. Þetta er frekar tímafrekt próf og þar sem við höfðum ekki tíma til að fara í gegnum það þegar tilboðin tóku að berast sátum við uppi með tilboðin og gátum hvorki sagt af né á.

Fyrr í vikunni lauk ég loks þessu prófi og í gær fékk ég svo aðgang að gagnabankanum. Síðan þá höfum við Baldur setið límd við tölvuna, bæði til að skoða nánar tilboðin sem okkur bárust en einnig til að vafra um og sjá hvað er í boði í Indlandi. Það kom í ljós að það er marg áhugavert í boði í Indlandi. Við förum okkur hins vegar engu óðslega enda nægur tími til að skoða sig vel um. Hver veit þó nema við endum í Bangalore eða Chennai.

Engin ummæli: