Það er 3. í sólbaði í dag og ég sit á svölunum og les. Það er svo dásamlegt að eiga suðusvalir. Sólin skín á svalirnar okkar frá 11 á morgnana og fram til sólseturs.
Þegar við vorum í Frakklandi fyrir tveimur árum lentum við í dásamlegu veðri. Þar notaði ég sítrónusafa í hárið til að gefa því ljósara yfirbragð, á náttúrulegan hátt vitaskuld. Það sama hef ég verið að gera þessa sólbaðsdaga og mér sýnist það hafa borið árangur.
Næsta skref er að fara í Operation Natural Tan. Aðalhráefni sem notað er til þess er ólívuolía og útfjólubláir geislar.
3 ummæli:
Ráð er líka að skola hárið með kamillutei eða baldursbráaseyði til að gefa því ljósan gljáa...
tak for sidst, mikið var gaman í ammælinu og í saltfiskinum!
Ó, takk fyrir góð ráð fyrir Operation Natural Blonde.
Tak í ligemode, það var svo gaman að hittast. Saltfiskurinn var náttúrulega ólöglegur hann var svo góður :0)
Ég tek undir með ykkur stúlkur.
Skrifa ummæli