Miðja vegu hvellspringur á framdekkinu mínu og ekkert reiðhjólaverkstæði í grenndinni. Við læstum því hjólunum fyrir utan Dagmar kvikmyndahúsið og tókum metróið út að Lergrevsparken. Þar biðu okkar þrír froskar og röltum við þaðan saman út á strönd.
Stuttu síðar bættist Ámákur fjölskyldan hinn stærri í hópinn. Það var ýmislegt gert til að hafa ofan af fyrir sér á ströndinni. Sumir jöggluðu og frisbíuðust, aðrir óðu út í íííískalt vatnið og tíndu steina, enn aðrir lágu í sólbaði nartandi í allt sem var í seilingarfjarlægð.
Þegar húma tók að var gripinn með heim tælenskur matur sem var afskaplega góður. Þegar við höfðum kvatt fjölskyldurnar tvær hófst löng ganga. Þar sem veðrið var enn svo milt ákváðum við að ganga frá Amager upp að Rådhuspladsen og þaðan teyma hjólið mitt í öruggara skjól, þ.e. upp í skóla til mín þar sem hægt er að hafa það læst bak við luktar kastaladyr. Planið var að fara með það daginn eftir á reiðhjólaverkstæði sem er þarna rétt hjá.
Gangan frá Amager að miðbænum var mjög skemmtileg, ekki síst naut ég þess að sjá myrkrið leggjast yfir og bíla- og neonljós taka að skína skærar. Frá Rådhuspladsen röltum við í gegnum miðbæinn eftir Strikinu, keyptum soft-ice og þvældumst um í mannfjöldanum.
Þegar hjólið var komið í örugga höfn í skólanum reiddi Baldur mig á hjólinu sínu. Þegar við vorum hálfnuð heim á leið rákum við augun í city-bike sem lá eitt og sér á víðavangi. Við gripum það fegins hendi og komumst loks heim á leið eftir tæplega þriggja tíma ferðalag.
Búið að koma sér vel fyrir á ströndinni
Unir sér vel hjá Onkel Baldri Tvö naut Sæta og sæla parið Legið á eggjum Uppljómað Tivoli RådhuspladsenSumarið varla hafið og ferðaskrifstofurnar strax farnar að auglýsa vetrarferðir
2 ummæli:
Ekkert smáskemmtileg færsla. Loksins setur einhver almennilega glás af myndum á þennan annars virðulega fréttavef.
Ó, takk fyrir *roðn*, sólpillan fer bara hjá sér við svona hól :0)
Skrifa ummæli