fimmtudagur, 29. júní 2006

Aldi

Síðan við fluttum til Danmerkur hefur Baldur lofsamað Aldi verslanirnar í bak og fyrir. Sérstaða Aldi í hans huga markast fyrst og fremst af því að þar á bæ skanna menn ekki inn vörurnar heldur muna starfsmenn á kassa verð hverrar vöru. Þannig þarf starfsfólkið aldrei að lofta vörunum og sparar sér því einhver tonn í burði.

Við kíktum áðan í Aldi því ein þeirra liggur svo vel við þegar maður er á leið heim úr vinnu. Það var ágætisupplifun, boðið er upp á annars konar varning en maður er vanur úr Netto og svo er verðið hagstætt. Við tíndum því til ýmislegt í körfuna og rúlluðum svo vagninum að kassanum. Og hvað haldið þið? Aldi notar víst skanna.

Engin ummæli: