Sá tími vinnunnar sem fer í arfahreinsun og trjásnyrtingar er einnig notaður til íhugunar. Sjaldnast er um að ræða merkilegar pælingar, eins og gengur og gerist virðist hugurinn hafa sjálfstæðan vilja og fer vítt og breitt - ég fylgi bara eftir.
Í dag vorum við Tine staddar á Sjælør Boulevard, þar höfum við verið frá því í síðustu viku. Ég stóð með haka í hönd í einu beðinu, bæði að fjarlægja fífla og gras og velta vöngum yfir MA verkefninu. Þá kom til mín ein skemmtileg pæling og ég hugsaði með mér að hún yrði ágæt sem byrjunin á innganginum að ritgerðinni.
Svo fór ég að hafa áhyggjur af því að þessi hugmynd yrði týnd og tröllum gefin loksins þegar ég væri komin heim. Ég stökk því inn í bíl, greip þar næsta blað sem ég fann og náði að pára niður á blað inngang að inngangi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli