Mér var mjög heitt í vinnunni í dag, svo heitt að ég varð pirruð og hafði lítið gaman af starfanum. Í þokkabót mætti Tine ekki til vinnu í dag svo ég var ein á ferð að hreinsa beðin og hafði lítinn félagsskap af arfanum.
Svo kom til mín eldri maður á leið í strætóskýlið, klæddur í hvítan jakka og túrkislitaðar buxur, reffilegur. Hann sagði mér að ég ynni svo vel og þakkaði mér í bak og fyrir að hreinsa beðin. Svo rétti hann mér súkkulaðimola í sellófani og allt í einu var lund mín miklu léttari.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli