Núna hefst niðurtalning í skil á MA verkefninu. Ég athugaði nefnilega áðan af rælni hvort skilafresturinn væri kominn inn á vef félagsvísindadeildar og sá þá að skila á meistararitgerðum á deildarskrifstofu eigi síðar en 14. september.
14. september er á fimmtudegi. Í dag er fimmtudagur. Það þýðir að ég hef nákvæmlega átta vikur til stefnu. Tikk-takk, tikk-takk...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli