Síðan við skiluðum af okkur íbúðinni á fimmtudaginn höfum við reynt að hlaða batteríið með því að sofa og slappa af. Froskaheimilið hefur reynst kjörinn vettvangur til þess.
Við höfum líka verið að undirbúa okkur andlega undir að kveðja borgina. Við höfum rölt um miðbæinn og Kongens Have og hjólað um Nørrebro og NordVest. Í dag var síðasti dagur til að kasta kveðju á Kaupmannahöfn og gerðum við það með því að fara í rólegan hjólatúr um Østerbro, sitja við Søerne í ró og næði og borða á Govindas í góðum félagsskap.
Árið okkar í Kaupmannahöfn er á enda komið og kveðjum við borgina með þónokkrum trega en einnig dásamlegum minningum. Nú höldum við á vit nýrra ævintýra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli