Ég fór að sjá svo skemmtilega heimildamynd í gær. Ég fékk í tölvupósti boð um að mæta á frumsýningu Sófakynslóðarinnar, heimildamynd um aktívisma á Íslandi. Eftir myndina voru síðan áhugaverðar umræður. Ég er ekki frá því að myndin hafi ýtt heilmikið við manni því hún sýndi manni svart á hvítu hve miklu það getur skipt að miða ekki alltaf að því að gera annað hvort allt eða ekkert heldur meta að verðleikum það að gera eitthvað. Aktívismi er töff.
Þennan sama laugardag kíkti ég með mömmu niður á Skólavörðustíg á gallerírölt. Við litum m.a. við hjá Svetlönu Matusa sem býður upp á flotta leirmuni. Við enduðum túrinn á frosinni tjörninni, hendandi brauðmolum í endurnar, skjálfandi á beinunum. Vorum að því loknu komnar með frosnar tær og urðum að þýða þær inni í Iðu.
Í dag er svo planið á skoða ljósmyndasýninguna Polski hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Svona eins og maður gerir á sunnudögum ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli