fimmtudagur, 1. febrúar 2007

Frídagur trúaðra

Ég fékk frí í vinnunni í dag. Málið er bara að ég man ekki af hvaða tilefni. Fernandes sagði mér ástæðuna en núna man ég ekki hvort það er frídagur meðal hindúa eða múslíma. En það skiptir engu máli, ég fékk frí jafnvel þó ég sé ekki hindúi eða múslími, ég er ekki einu sinni í Þjóðkirkjunni hvað þá meir.

Ég lét ekki segja mér það tvisvar að eiga frídag. Ég eyddi deginum í að horfa á myndina Hannah and Her Sisters og pantaði mér margarítu frá Pizza Hut. Fleiri svona trúardaga takk.

Engin ummæli: