Varla var Baldur búinn að leggja frá sér pæið þegar Amanda litla kom með poka fulla af góssi sem hún vildi gefa okkur áður en hún flytur af eyjunni. Ólívuolía, hunang, pestó, chai og síðast en ekki síst hummus sem hún bjó til sjálf og setti í skreytta krukku. Talandi um að vera sæt í sér! Það er eins gott að kveðjudinnerinn sem við erum búin að bjóða henni í annað kvöld standi sig.
Pæið var algjört nammi og ég hlakka til að smakka hummusinn á morgun, en skemmtilegust er hlýjan í hjartanu yfir því hvað fólk getur verið sætt.




Engin ummæli:
Skrifa ummæli