miðvikudagur, 18. janúar 2012

Góss og góðir grannar

Við urðum fyrir agalegu gjafmildi af hendi nokkurra Svía í dag, alveg óvænt og óvart. Fyrst voru það veiku nágrannarnir okkar Petra og Alexander sem eru núna búin að vera frá vinnu alla þessa viku. Þeim hefur augljóslega verið farið að leiðast þófið því þau hentu í bláberjapæ og gerðu vel við sig með því að bæta við þessari týpísku norsku vanillusósu. Þegar Baldur bankaði upp á til að huga að sjúklingunum réttu þau honum eldfast mót með hálfri bláberjapæ og fernu af vanillusósu og sögðu værsogú.

Varla var Baldur búinn að leggja frá sér pæið þegar Amanda litla kom með poka fulla af góssi sem hún vildi gefa okkur áður en hún flytur af eyjunni. Ólívuolía, hunang, pestó, chai og síðast en ekki síst hummus sem hún bjó til sjálf og setti í skreytta krukku. Talandi um að vera sæt í sér! Það er eins gott að kveðjudinnerinn sem við erum búin að bjóða henni í annað kvöld standi sig.

Pæið var algjört nammi og ég hlakka til að smakka hummusinn á morgun, en skemmtilegust er hlýjan í hjartanu yfir því hvað fólk getur verið sætt.

Góss





Bláberjapæ nágrannanna

Engin ummæli: