föstudagur, 21. september 2012

Grótta

Gekk í gær út að Gróttu og var montin með mig, rúmir 14 km á rúmum tveimur tímum.
Skyggnið var svo gott að ég nagaði mig í handabökin yfir að hafa ekki verið með myndavélina á mér.
Endurtók því leikin í dag því veðrið lék sama leik og í gær.
Í þetta sinn hjólaði ég þó.
Gekk út í Gróttu á fjöru, var með myndavélina á lofti hátt í tvo tíma.
Varð reglulega litið yfir á hafflötinn til að sjá stöðu sjávar.
(Var hrædd við að verða innikróuð af flóðinu)
Horfði út yfir miðin á togara og farmskip mætast.
Tók margar sjálfsmyndir, flestar úr fókus.
Fann dauðan máf á bakinu.
Reyndi við hurðina á Gróttuvita, hún var vitaskuld læst.
Horfði til skiptis á Esjuna og Keili, en líka stundum á Akrafjallið.
Sat á stóru grjóti upp við vita, upp við hafið og upplifði að það væri mögnuð upplifun.
Hitti Raquel vinkonu þegar ég var að tygja mig heim.
Við ræddum um hugleiðslu, það fittaði einmitt við stemmninguna.

Þetta var fyrsta sinn sem ég fór út í Gróttu.

Ég tók margar myndir.

Á flugi
 
Grótta og vitinn
 
Untitled
 
Stráin
 
Gróttuviti
 
Untitled
 
Untitled
 
Vitinn
 
Keilir
 
Vitinn
 
Gróðurinn
 
Untitled
 
Skeljar
 
Untitled
 
Untitled
 
Vitinn
 
Vitinn
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled

Engin ummæli: