miðvikudagur, 24. október 2012

S K E N K U R

Ég er svo ánægð með að vera komin með heimili og setja tappann (í bili) í sjálfskipaða sígaunaflakkið að ef ég gæti myndi ég safna öllu fína dótinu mínu saman í gryfju og stinga mér svo ofan í af stóru stökkbretti, og ganga þar í spor ekki ómerkari andar en Jóakims. Ég held það sé meira að segja skemmtilegra að synda í mínu dóti en gullpeningum, en hvað veit ég svo sem um það?

Hér eru nokkrar myndir af stofunni okkar úr albúminu {Heima}.

Ég kynni til sögunnar skenkurinn nýja og blómin nýju (velkomin!) og hér eru svo helstu íbúar skenksins. Ég er að tala um

♡ tupilak sem ég fékk í Kulusuk
♡ Kofann í rjóðrinu, olía á striga eftir Baldur 2002
♡ marmarafíl frá Mamallapuram
♡ paradísarfugl frá Mexíkó
♡ fjöður frá Frakklandi
♡ teikningar Gaelle Boissonnard
♡ múmínglös og ástarbolla frá Finnlandi
♡ ævintýradisk keyptan í Þýskalandi á 9. áratugnum
♡ fífil frá HekluÍslandi
♡ fílaglös úr Ikea
♡ kínverskan teketill fenginn í Peking á einni virtustu testofu Kína
♡ og iittala baby!

Er einhver þarna úti sem er álíka ánægður með fallegu munina sína?

Blóm!
Skenkurinn
Tupilak frá Kulusuk
Skenkurinn
Blóm
Kofinn í rjóðrinu

Marmarafíll frá Mamallapuram

Teikning frá Mexíkó

Fjöður frá Frakklandi

Teikning Gaelle Boissonnard

Stellin

Múmínvestri

Ævintýradiskur

Múmínást

Fífill frá Heklu

Fílaglös

Kínverskur teketill

iittala

Engin ummæli: