mánudagur, 28. október 2013

Gleðilegt haust!

Untitled

Það er ekki seinna vænna að óska öllum heillavæns hausts. Það er einu sinni mætt á svæðið eins og sjá  má svo glögglega á myndinni að ofan.

Myndin var reyndar tekin fyrir rúmum tveimur vikum, þegar við fórum í hjólatúr niður í bæ til að heimsækja Asia Market sem þar er að finna. Komum klifjuð linsum og baunum, fíkjum og hnetum úr þeirri ferð. Í millitíðinni hafa enn fleiri lauf fallið og fokið um, og það hefur rignt vel á okkur.

Gönguferðir á moldarstígum geta orðið svolítið vandasamar eftir miklar rigningar. Þá er gott að koma heim í hrökkbrauð og hnetusmjör!

En komist maður á leiðarenda fær maður verðlaun. Åletjern og hæðirnar í kring eru ekkert síður að fíla haustið en ég. Við erum sammála um svo margt.

Untitled
 
Untitled
 
Untitled

Engin ummæli: