Undanfarna daga hefur fiskbúðin í JL-húsinu selt fiskinn á óvenjulega hagstæðu verði. Fyrir vikið hef ég borðað fisk svo að segja í hvert mál. Hádegismaturinn í dag var t.d. smjörsteiktur koli en í gærkveldi prufaði ég þessa frábæru uppskrift.
Hvað er annað í fréttum? Jú, ég hef flett ofan af grunsamlegum samtökum Borgarholta. Ég komst nýverið að því að hin glaðbeitta sendinefnd mín í Englandi á sér nöfnu sem er pínu krípí...
miðvikudagur, 23. febrúar 2005
miðvikudagur, 16. febrúar 2005
Skólaferðalag
Í gær fór ég í skólaferðalag lengst uppí sveit. Já, bekknum mínum í nýsköpun og vöruþróun var boðið í heimsókn í Iðntæknistofnun. Ég hef einhvern veginn aldrei pælt neitt sérstaklega í þessari stofnun en oft séð húsið þegar ég hef verið á heimleið úr sumarferðalögum. Mér virðist margt sniðugt brallað þarna og hver veit nema maður þiggi aðstoð þeirra við að ýta einhverri nýjung úr vör.
Í gær skilaði ég líka ritgerð í markaðsfræði 2. Við vorum fimm sem skrifuðum hana saman og verð ég að játa að verkið sóttist ótrúlega vel. Það er nefnilega ekki það sama að skila bara ritgerð og ritgerð sem maður er virkilega ánægður með. Þessi fellur í seinni flokkinn.
Í gær skilaði ég líka ritgerð í markaðsfræði 2. Við vorum fimm sem skrifuðum hana saman og verð ég að játa að verkið sóttist ótrúlega vel. Það er nefnilega ekki það sama að skila bara ritgerð og ritgerð sem maður er virkilega ánægður með. Þessi fellur í seinni flokkinn.
mánudagur, 14. febrúar 2005
Óformlegur Valentínus
Síðasta pólóæfing var eina æfingin í síðustu viku. Það var nefnilega þannig að ég byrjaði að fá örlítið í hálsinn á mánudaginn en hélt það væri ekki neitt. Þetta smotterí jókst svo smátt og smátt þar til ég var kominn með einhverskonar pirrandi hálfveikindi. Ég komst s.s. í tíma en var að öðru leyti ekki til stórræðanna. Hins vegar finn ég að ég er byrjaður að sækja allverulega í mig veðrið og ætla að halda því áfram.
Nóg af armæðu og voli. Í dag er víst Valentínusardagur og á þeim degi fögnum við Ásdís óformlegu sambúðarafmæli okkar og er þetta í fjórða sinn. Góðar stundir...
Nóg af armæðu og voli. Í dag er víst Valentínusardagur og á þeim degi fögnum við Ásdís óformlegu sambúðarafmæli okkar og er þetta í fjórða sinn. Góðar stundir...
miðvikudagur, 9. febrúar 2005
Fjölskylduhittingur
Í kvöld fengum við mömmu og pabba í heimsókn. Hér var mikið hlegið, spjallað og etið. Eftir matinn fengum við okkur tebolla og hlustuðum á tónlist. Það vill svo skemmtilega til að við hlustuðum meðal annars á rapparann Eminem og þegar mamma og pabbi voru nýfarin rákum við augun í þetta. Það er nú meira hvað þessir kanar eru miklir hræsnarar. Þeir eru alltaf að gera grín að þjóðum sem banna fólki að skerða hár sitt og þar sem konum er gert að ganga í ákveðnum fötum. Hvað gera þeir? Jú, nákvæmlega það sama!
þriðjudagur, 8. febrúar 2005
Tilkynningaskyldan
Í dag er þriðjudagur, bara svona að láta vita af því. Á sunnudaginn fórum við Ásdís í mat til Kristjönu og Braga. Maturinn stóðst allar kröfur matgæðinga enda er Bragi hörkukokkur. Eftir matinn spiluðum við Leonardo og co sem ég vann í (hehe). Þegar ég var við það að líða út af í sigurvímu var mér kippt snarlega niður á jörðina því Kristjana svoleiðis burstaði okkur í spili sem kallast Hættuspilið. Ég mæli með því, það er svona ekta spil þar sem maður tjúnast allur upp af æsingi og fjöri.
Í kvöld ætla ég svo að skella mér aftur á pólóæfingu. Nú mega æfingafélagarnir vara sig því ég hefi þegar hlotið viðurnefnið Prins Póló!
Í kvöld ætla ég svo að skella mér aftur á pólóæfingu. Nú mega æfingafélagarnir vara sig því ég hefi þegar hlotið viðurnefnið Prins Póló!
fimmtudagur, 3. febrúar 2005
Sundknattleikur og nágrenni
Í fyrradag fór ég á sundknattleiksæfingu sem var hörkustuð og hörkupuð. Þegar ég var að setja á mig sérstakt sundknattleikshöfuðfat rifjaði félagi minn upp að Ingjaldsfíflið í myndinni um Gísla Súrsson hefði verið með svipað pottlok. Ef einhver lesandi dagbókarinnar kann að synda og langar til að koma sér í brjálað form þá mæli ég með þessu, þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 20:30 í nýju innilauginni í Laugardal.
Í gær fórum við Pétur afi svo á góðan rúnt um Reykjavík og nágrenni í víðum skilningi orðsins nágrenni. Eftir að hafa staldrað í Hveragerði og kíkt á gott kaffihús þar brunuðum við hingað á Eggertsgötuna og fengum heita súpu og brauð hjá Ásdísi.
Í gær fórum við Pétur afi svo á góðan rúnt um Reykjavík og nágrenni í víðum skilningi orðsins nágrenni. Eftir að hafa staldrað í Hveragerði og kíkt á gott kaffihús þar brunuðum við hingað á Eggertsgötuna og fengum heita súpu og brauð hjá Ásdísi.
þriðjudagur, 1. febrúar 2005
Jæja best að blogga eitthvað
Í gær var veisla hjá hinu alræmda ýsugengi. Matseðillin var sá sami og venjulega enda engin ástæða til þess að breyta því sem gott er. Það vill líka svo heppilega til að klúbbsmeðlimir eiga það sameiginlegt að uppáhaldsmaturinn er einmitt soðin ýsa og kartöflur.
Að undanförnu höfum við Ásdís nýtt okkur skype í samskiptum okkar við umheiminn. Þetta er það þægilegt apparat að ég fæ ekki betur séð en að símar séu í rólegheitunum að detta upp fyrir.
Að undanförnu höfum við Ásdís nýtt okkur skype í samskiptum okkar við umheiminn. Þetta er það þægilegt apparat að ég fæ ekki betur séð en að símar séu í rólegheitunum að detta upp fyrir.
mánudagur, 24. janúar 2005
Bara svona að pæla
Í gær fórum við á Næstu grös með Pétri afa, mömmu og pabba. Eftir að allir voru orðnir saddir og sælir var haldið á Súfistann til að sötra, fletta og kjafta. Í dag hef ég svo bara verið að læra hérna á hlöðunni og ákvað að blogga aðeins þar sem ég nennti að setjast við tölvu og úr því að ég var kominn á netið var allt eins gott að lesa helstu fyrirsagnir.
Ég rakst meðal annars á þetta og líst illa á. Ætli þessi vélmenni dreymi rafeindarollur. Þetta hljómar svolítið eins og þeir séu hræddir við að hermennirnir átti sig á því að stríð sé raunverulegt og að fólk deyi í alvörunni. Til þess að koma í veg fyrir slíkan skilning er best að láta það líta út eins og tölvuleik þar sem maður stýrir þykjustuskriðdreka sem skýtur vonda kalla. Æ, maður er bara kominn með svo nóg af þessu kjaftæði.
Ég rakst meðal annars á þetta og líst illa á. Ætli þessi vélmenni dreymi rafeindarollur. Þetta hljómar svolítið eins og þeir séu hræddir við að hermennirnir átti sig á því að stríð sé raunverulegt og að fólk deyi í alvörunni. Til þess að koma í veg fyrir slíkan skilning er best að láta það líta út eins og tölvuleik þar sem maður stýrir þykjustuskriðdreka sem skýtur vonda kalla. Æ, maður er bara kominn með svo nóg af þessu kjaftæði.
föstudagur, 21. janúar 2005
Gleðileg jól
Áðan kom Heiðar Þór til mín og skiptumst við á jólapökkum. Ég fékk snilldardisk með skosku bræðrunum í The Proclaimers. Fyrir þá sem ekki vita í hverju snilldin felst þá er þekktasta lagið líklega þetta. Eftir pakkaskiptin var slakað á í Vesturbæjarlauginni og farið í ísbúðina við Hagamel og keyptur gamaldags ís. Ákaflega gott kombó. Þegar ég svo kom heim var Ásdís búin að gera allt voða, voða fínt. Það var líka vel við hæfi að vígja diskinn í snyrtilegu umhverfi. Dæs :)
mánudagur, 17. janúar 2005
Labbilabbi
Í gær fengum við okkur labbitúr niður í miðbæ til þess að fara í Bónus. Á leiðinni hittum við mömmu og pabba tvisvar og Gústa frænda einu sinni. Þegar við svo komum að Bónus þá var sjoppan ekki opin á sunnudögum svo við gengum aftur heim. Um kvöldið fórum við út að borða og í bíó með Elfari, Andra og Snjólaugu og sáum þessa mynd. Þeir sem þekkja til leikstjórans vita að ekki er við öðru að búast en meistaraverki. Ég er viss um að vinir mínir í salnum gefa henni góða dóma.
Dagurinn í dag hófst á því að ég svaf yfir mig. Fyndið hvað það er gott að sofa þegar maður á ekki að vera sofandi. Eftir morgunmat (sem var eiginlega hádegismatur) og almennt súnn fórum við Ásdís gangandi í Bónus á Laugaveginum og keyptum í matinn. Að innkaupum loknum röltum við svo á Hlemm. Þar rákumst við á Einar frænda en náðum ekkert að spjalla því vagninn hans kom eiginlega strax. Eftir það biðum við smá stund og tókum strætó númer 5 heim. Þetta var mjög skemmtilegt ferðalag þrátt fyrir að ég væri með tvær torfur af pírönufiskum fastar við lappirnar á mér, ég tók nefnilega ansi vel á kálfunum í gymminu á laugardaginn og harðsperrunum verður ekki lýst öðruvísi en hér að ofan.
Dagurinn í dag hófst á því að ég svaf yfir mig. Fyndið hvað það er gott að sofa þegar maður á ekki að vera sofandi. Eftir morgunmat (sem var eiginlega hádegismatur) og almennt súnn fórum við Ásdís gangandi í Bónus á Laugaveginum og keyptum í matinn. Að innkaupum loknum röltum við svo á Hlemm. Þar rákumst við á Einar frænda en náðum ekkert að spjalla því vagninn hans kom eiginlega strax. Eftir það biðum við smá stund og tókum strætó númer 5 heim. Þetta var mjög skemmtilegt ferðalag þrátt fyrir að ég væri með tvær torfur af pírönufiskum fastar við lappirnar á mér, ég tók nefnilega ansi vel á kálfunum í gymminu á laugardaginn og harðsperrunum verður ekki lýst öðruvísi en hér að ofan.
sunnudagur, 16. janúar 2005
Hjólasnjór
Þá er hjólasnjórinn kominn. Ég kalla hann þetta af því að undanfarna daga hefur ekki verið sérlega hjólfært vegna klakahryggja á götum og ísbreiðu á gangstéttum. Koma hinnar ágætu mjallar gerir það að verkum að hjólreiðar verða öruggari en á klakanum. Undanfarna daga hef ég gengið og hjólað það sem þarf að komast og kanna því vel. Ég hef alltaf verið hlynntur hreyfingu en fyrst eftir bílmissinn fannst mér ég eitthvað innilokaður í vesturbænum. Nú hefur hins vegar rifjast upp fyrir mér að maður kemst ansi víða á tveimur jafnfljótum ásamt smá hjálp frá ættingjum og vinum.
föstudagur, 14. janúar 2005
Að ýmsu að huga
Jæja nú er skólinn kominn á fullt og stefnir allt í skemmtilega önn. Kúrsarnir sem ég tek eru rekstrarhagfræði 2, markaðsfræði 2, stjórnun 2, markaðsrannsóknir 1 og nýsköpun og vöruþróun. Sá síðastnefndi er kenndur á ensku en það ætti nú ekki að vefjast fyrir manni, hehe.
Undanfarna daga hefur bíllinn verið bilaður og hef ég með hjálp góðra manna unnið að hagkvæmum lausnum í því máli. Allt bendir til þess að viðgerð á greyinu geti orðið ærið kostnaðarsöm. Sjáum þó hvað setur.
Undanfarna daga hefur bíllinn verið bilaður og hef ég með hjálp góðra manna unnið að hagkvæmum lausnum í því máli. Allt bendir til þess að viðgerð á greyinu geti orðið ærið kostnaðarsöm. Sjáum þó hvað setur.
laugardagur, 8. janúar 2005
Hvurslags eiginlega egóisti er ég eiginlega orðinn? Í dag er áttundi janúar og ég tala um stundatöfluna mína. Í dag á fjölskylduvinurinn David Bowie afmæli og deilir hann deginum með ekki ómerkari manni en sjálfum Elvis Aaron Presley! Ekki nóg með það heldur valdi Biggi vinur minn þennan dag til þess að fljúga til Ítalíu á vit söngsins. Ég óska afmælisbörnum innilega til hamingju með daginn (kannski lesa þau bloggið) og Bigga góðrar ferðar.
Byrjar vel
Í gær fór ég á vef háskólans og púslaði saman stundatöflunni minni. Ég vona að ráðamenn flytji ekki tímana og breyti eftir á því taflan er sú besta sem ég hef fengið síðan ég byrjaði í háskólanum. Það má því segja að skólinn hjá mér hefjist ekki fyrr en þann 11. þar sem ég er ekki í neinum tímum á mánudögum, hehe :D
miðvikudagur, 5. janúar 2005
Áfram jólafrí!
Það sem af er ári hef ég notið þess að vera í jólafríi og leyft mér að vaka fram á nætur með bók í hönd eða yfir góðri mynd. Varla þarf að minnast á það en morgnunum er varið í iðju sem samræmist vökunum, nefnilega að sofa. Um daginn horfðum við á myndina Tootsie og grenjuðum úr hlátri. Ef einhver vill sjá Dustin Hoffman fara á kostum í góðum hópi þá mæli ég með þessari.
laugardagur, 1. janúar 2005
Gleðilegt ár!
Í kvöld bökuðum við fjórar alræmdar spelt pizzur og snæddum þær með fullt af öflugri hvítlauksolíu. Eftir að hafa horft á skaupið fórum við út í Holtagerði og djömmuðum þar fram á nýja árið. Þaðan fórum við svo til Atla frænda hennar Ásdísar í framhaldspartý. Nú erum við heima að skjóta úr svona litlum flöskuknöllum yfir allt, svo við höfum eitthvað til að þrífa upp árið 2005.
Gleðilegt ár kæru vinir og takk fyrir það sem var að líða!
Gleðilegt ár kæru vinir og takk fyrir það sem var að líða!
miðvikudagur, 29. desember 2004
Þetta finnst mér kúl!
Hafið þið velt fyrir ykkur um hvað hið frábæra lag majahímajahamajahíhí er um? Já ég veit um hvað það er og ég get meira að segja sungið með á rúmensku, geri aðrir betur! Eins og svo margir er ég ekki júrópoppari en þetta lag er þess eðlis að það er ekki hægt að hafa neitt á móti því þar sem það er eitthvað svo ofsalega glaðlegt. Eftir smá rannsóknir á netinu fann ég myndbandið og link á textann þar sem lausleg þýðing á ensku fylgir með svo fólk er öruggt um að það er ekki að syngja eitthvað ljótt.
sunnudagur, 26. desember 2004
Skemmtileg afmælisveisla!
Í dag átti Ásdís afmæli og héldum við kaffiboð í tilefni af því. Hér var því glatt á hjalla í allan dag og fram á kvöld. Í boðinu gerðist kraftaverk sem ekki á sér nein fordæmi og langar mig að deila því með lesendum. Þannig var að við undirbúning veislunnar voru keyptir nokkrir mygluostar þar sem stór hluti gestalistans er af þeim kynstofni er til ostaunnenda telst. Ostarnir hurfu ofan í gesti en þó aðallega mig! Ég bara skil ekki hvað hefur gerst, ég hef alla tíð álitið mygluosta skemmdan mat en nú er öldin aldeilis önnur. Kannski útslagið hafi verið að bæta rifsberjasultunni við eða kannski var bara svona ofboðslega gaman að allir fordómar fuku út í bláinn og osturinn bráðnaði í harmóní við hina mögnuðu stemningu. Hvað sem það var þá ætla ég að prufa aftur.
laugardagur, 25. desember 2004
fimmtudagur, 23. desember 2004
Nostradamus
Spádómur minn um að ég yrði búinn þegar prófin væru búin rættist. Í gærkvöldi ákvað ég að stilla ekki vekjaraklukku og svaf til hálfþrjú í dag. Það var gott. Síðan þá hefur jólaundirbúningurinn verið aðalverkefnið og erum við Ásdís búin að skúra, skrúbba og bóna alla íbúðina. Það er svo fínt hérna að ég held að Monica úr þáttunum um vini mætti hafa sig alla við til að slá þessu við.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)