fimmtudagur, 3. febrúar 2005

Sundknattleikur og nágrenni

Í fyrradag fór ég á sundknattleiksæfingu sem var hörkustuð og hörkupuð. Þegar ég var að setja á mig sérstakt sundknattleikshöfuðfat rifjaði félagi minn upp að Ingjaldsfíflið í myndinni um Gísla Súrsson hefði verið með svipað pottlok. Ef einhver lesandi dagbókarinnar kann að synda og langar til að koma sér í brjálað form þá mæli ég með þessu, þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 20:30 í nýju innilauginni í Laugardal.

Í gær fórum við Pétur afi svo á góðan rúnt um Reykjavík og nágrenni í víðum skilningi orðsins nágrenni. Eftir að hafa staldrað í Hveragerði og kíkt á gott kaffihús þar brunuðum við hingað á Eggertsgötuna og fengum heita súpu og brauð hjá Ásdísi.

Engin ummæli: